Standard Chartered Dubai Marathon
Dubai, United Arab Emirates
26.janúar 2018
http://www.dubaimarathon.org
Við sóttum númerið á miðvikudag... ég fékk nr 1466. Expoið var eitt það minnsta og einfaldastasem ég hef nokkurntíma farið í... og þetta er sæmilega stórt hlaup.
Maraþonið er á föstudegi... hvíldardegi múslima sem skapar smá vandamál. Lestir og strætó byrja ekki að ganga fyrr en kl 10.
Ég stillti símann á kl 4 am en gekk ekkert að sofna... kl 10:30 hringdi mamma, búin að gleyma að ég væri úti. Ég gat eitthvað dottað eftir það en var dauðþreytt þegar ég fór á fætur.
Ég tók leigubíl fyrir utan með það fyrir augum að vera um kl 6 á startinu. Bílstjórinn var ekki vel upplýstur um lokaðar götur en það tókst að koma mér á staðinn. Ég veit ekki nákvæmlega hvað margir tóku þátt mér fannst það nokkuð stórt.
Hlaupið var ræst kl 7. mér tókst að vera nokkuð framarlega... marksvæðið var rosalega flott, með upphækkuðum leikvangasætum og stórum sjónvarpsskjáum. Við hlupum eiginlega allt maraþonið eftir sömu götunni. Start og mark voru svo í hliðargötu við hana. Við beygðum fyrst til vinstri og hlupum í áttina að hótelinu... svo að eftir nokkra km sat Lúlli fyrir mér. Hann beið svo eftir að ég snéri við og hitti mig aftur. Þegar ég kom svo að hliðargötunni hélt ég áfram uppeftir um 7,5 km, snéri þar við og hljóp niður eftir... þessi leggur var síðan endurtekinn... áður en ég beygði í hliðargötuna í markið.
Ég var ekki búin að vera 4 og hálfan tíma í brautinni þegar allir voru reknir upp á gangstétt og götunar opnaðar. Hlauparar voru almennt mjög fúlir yfir þessu því motturnar voru aftengdar og flagan getur ekki millitíma. Hitinn var nokkuð mikill en þjónusta á drykkjarstöðvum var góð.
Mér gekk ágætlega í þessu maraþoni... betur en ég þorði að vona bæði vegna þess að maraþonið er á síðasta degi ferðarinnar og við búin að ganga mikið og svo hvað ég svaf lítið nóttina fyrir hlaupið.
Þetta maraþon sem er nr 224 gefur mér nýtt land, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin
og nýja heimsálfu, Asíu...
Garmin mældi vegalengdina 42,51 km
Og tímann 6:15:42
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 26.1.2018 | 13:54 (breytt 30.1.2018 kl. 20:32) | Facebook
Athugasemdir
samkvæmt úrslitum var tíminn 6:15:45
http://dubai.mikatiming.de/2018/?content=detail&fpid=list&pid=list&idp=9999991181C375000006D566&lang=EN_CAP&event=M&num_results=100&page=5&search%5Bsex%5D=W&search%5Bage_class%5D=%25&search_event=M
Totals
08:55
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 30.1.2018 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.