RnR marathon Savannah GA 4.nóv 2017

RnR Marathon Savannah
RnR


4.nóv 2017

http://www.runrocknroll.com/savannah/

20171103 RnR Savannah 4.nóv 2017Ég keyrði til Savannah og sótti númerin fyrir bæði hlaupin í gær. Expoið var ágætt. Síðan var ekkert annað að gera en versla aðeins, taka saman hlaupadótið og fara snemma að sofa... eða kl 18

Klukkan var stillt á 3am... þá var hitastigið 15°c... það er hitaviðvörun í gangi fyrir hlaupið... en eftir að hafa fengið mér að borða, hringt heim í bíðarann og annan hefðbundinn undirbúning - var ég tilbúin og lagði af stað kl 4:45

Ég lagði bílnum við Convention Center og tók ferju yfir á startið. Af því að ég var snemma í því fann ég bekk til að sitja á í ca klst.

Maraþonið var ræst kl.7:20. Það var strax orðið heitt og fljótlega farnir að detta dropar af derinu af rakanum. Ég passaði mig að drekka vel, borða gel og salt og fara ekki fram úr mér í hitanum. 

20171104_140807Ég var hérna síðast hér fyrir 2 árum og þá var einmitt hitabylgja, lokað á heilt og öllum skipað að fara hálft maraþon. Ég frétti núna að tveir hefðu dáið í því hlaupi en ekki einn eins og ég vissi þá. Nú stendur öllum til boða að skipta í hálft... og betri viðbúnaður heldur en síðast.

Hitinn hækkaði og var að ég held mestur 86°F. Þetta þýddi að fólk fór að ganga meira. Ég hægði á mér, gekk brekkur og síðustu þrjár mílurnar. Ég heyri stjórnandann segja að það væru 300 manns í brautinni á eftir mér.

Þetta maraþon er nr 221 (póstnúmerið á Völlunum) 

Garmurinn mældi tímann 6:24:41
og vegalengdina 42,67 km

Stóri peningurinn er fyrir Marathon Challenge sem ég tók þátt í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

opinber tímataka hlaupsins var sú sama og hjá mér 06:24:41

OVERALLBIBNAMETIME

1596

13076

Bryndis Svavarsdottir

6:24:41


Read more at http://www.runrocknroll.com/finisher-zone/search-and-results/#MGBlY9YK4a4gYY7l.99

Bryndís Svavarsdóttir, 9.11.2017 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband