Rock n Roll Maratona de Lisboa
15.okt 2017
http://www.runrocknroll.com/lisbon
Við sóttum númerið sl fimmtudag og tókum það frekar rólega í gær, föstudag. Lissabon er byggð utaní hæð og tómar brekkur hér í gamla bænum. Air-B&B-hellirinn okkar er mjög vel staðsettur fyrir markið... og það er lest á startið.
Klukkan hringdi kl 4 en ég hafði varla sofið. Ég var tilbúin að fara 5:30. Það var um 1,3 km ganga í lestina og ég var heppin að fá sæti því ferðin tók 40 mín og svo var 10 mín ganga á startið.
Ég var enn í klósettröðinni kl 8 þegar var startað og það stressaði mig ótrúlega... ég fór of hratt af stað og svo byrjuðum við á brekku.
Mér gekk ekki vel í þessu maraþoni og langað mest allan tímann að hætta, brautin lítið spennandi en kannski erfitt að velja aðra nema bæta við brekkum... en Guð sendi mér viljastyrk til að klára þetta. Hitinn rauk upp, var 23°c í hupphafi og 32°c á símanum hjá Lúlla þegar ég kom í mark. Ég neyddist til að ganga meira en helminginn og þá fæ ég í bakið.
Ég var síðust í maraþoninu, með sjúkrabíl, rútu og tvö lögregluhjól sem fylgdu mér og öðru hverju var suðað í mér að hætta. Þegar ég kom loksins í mark var búið að slökkva á mark klukkunni svo ég varð að sýna þeim úrið mitt til að fá tímann viðurkenndan... og finna út byssutíma.
Þetta maraþon er nr 220 (póstnúmer Hfj)
Garmin mældi vegalengdina 42,21
og tímann um 7 klst...
tíminn samkvæmt úrslitum var 07:03:55 - Chip: 06:59:38
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 15.10.2017 | 16:54 (breytt 19.10.2017 kl. 17:51) | Facebook
Athugasemdir
samkvæmt úrslitum er tíminn...
Chip: 06:59:38
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 18.10.2017 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.