NorthWest Series, dagur 2, Pendleton OR
3.sept 2017
http://mainlymarathons.com/series-3/northwest/oregon
Við mættum á svæðið daginn áður og sóttum númerið. Ég er nr 19. Ég hitti fullt af brjálæðingum sem taka alla 6 dagana. Ég gekk með Sharon eina bunu í brautinni. Við Lúlli fengum okkur síðan að borða og tókum það rólega.
Ég fór fyrir tilviljun í póstinn minn og sá þá að það var búið að bæta við EXTRA EARLY START kl 4 am... enda er spáð gífurlegum hita á þessu svæði... fólk er hvatt til að vera inni sem mest. Klukkan var því stillt á 2:30 am til að vera tilbúin og mætt á svæðið fyrir kl 4 am.
Við byrjuðum í niðamyrkri, en höfuðljósin nægja alls ekki til að sýna allar misfellur... ég datt kylliflöt á gangstéttinni í fyrstu ferð, þegar 300m voru eftir af brautinni. Ég eyddi þvílíkri orku þessa 3 tíma áður en birti.
Brautin var fram og tilbaka 14 ferðir og þegar birti gat ég farið að taka myndir af mér með þessu kolbrjálaða fólki. Hitinn ágerðist og þá var erfitt að drekka hvorki of mikið eða lítið. Ég stoppaði 6 sinnum til að teygja og fór 3svar á klósettið fyrir utan að það tók smá tíma að kíkja á sárin þegar ég datt.
Þetta maraþon er nr. 218
Ég get ekki annað en verið sátt frammistöðuna í dag... þrátt fyrir allt.
Garmin mældi tímann 6:33:00 og vegalengdina 43,3km
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 3.9.2017 | 22:58 (breytt 8.9.2017 kl. 12:17) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.