acea Roma (Rome) Marathon & 5K
Roma, Italy
2.apríl 2017
http://www.maratonadiroma.it/?lang=en
Við erum sérstaklega heppin með staðsetningu hótelsins en óheppin að herbergið er fyrir ofan úti-bar. Start og finish á maraþoninu er hér stutt frá og á morgun byrjar morgunmaturinn klst fyrr fyrir hlaupara.
Við náðum í gögnin fyrir maraþonið degi fyrir hlaup, ss á laugardegi. Það var þvílíkur gangur í gegnum Palazzo Dei Congressi... og engin leið að stytta sér leið. Númerið mitt er F1855.
Klukkan var stillt á 5 en það var kannski óþarflega snemmt... sérstaklega því við höfum varla sofið síðustu tvær nætur vegna hávaða frá fullu, syngjandi fólki. Barinn er opinn til 3 am og þá tekur hreinsunarlið við og flöskuglamur við rúllandi gler undan kústunum...
Það var fáránlega langur gangur til að komast að innganginum að startlínu... kringum hálft Hringleikahúsið. Það byrjaði að rigna áður en ég komst af stað kl 8:45... og miklar þrumur. Colosseo er í elsta hluta borgarinnar og göturnar steinlagðar með smásteinum sem voru glerhálir í rigningunni. Fyrri hluti leiðarinnar var um marga þekkta staði m.a. Vatikanið, falleg torg með flottum gosbrunnum og nóg að sjá en síðari hlutinn var ekki eins fyrir augað.
Í miðju hlaupsins stytti upp í ca 2 tíma en svo kom hellidemban aftur.
Ég er bara ánægð með þetta maraþon, ég þurfti að hafa fyrir því, bleytan og erfitt undirlag á meirihluta leiðarinnar. Garmurinn datt tvisvar út í löngum undirgöngum. Vatnsstöðvar voru á 5 km fresti sem dugði vegna rigningarinnar en á síðari hlutanum var ég líka farin að taka mér vatnsflöskur til að halda á.
Þetta maraþon er nr 212
Garmurinn mældi maraþonið 42,88 km og tímann 6:03:21
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 2.4.2017 | 18:34 (breytt 8.4.2017 kl. 12:51) | Facebook
Athugasemdir
The 23^ Maratona di Roma.
Below you can see the result you obtained. Congratulations ! !
Bib Number: F1855 - SVAVARSDOTTIR BRYNDIS
Year of Birth: 1956 - Nationality: ISL
Team: n/a
Final Time: 6:03:19
Overall Position: 13053°
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 8.4.2017 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.