ALOHA series #1, Kaua´i Hawaii 19.jan. 2017

title2017Aloha

 



http://mainlymarathons.com/series-3/aloha/

Við sóttum númerið í gær, á sama stað og maraþonið byrjar á morgun. Eftir afhendinguna vorum við búin að panta miða á ,,bestu Luau" sýninguna á eyjunni sem er einmitt í Smith Family Garden Luau. Þetta var skoðunarferð, matur og sýning. Það eina sem hefði mátt vera betra, var að vera ekki í maraþoni daginn eftir.

Við fórum að sofa milli 10 og 11 um kvöldið og þurftum að vakna kl 3am. Ég er viss um að ég svaf eitthvað. Þetta var ekkert of langur tími til undirbúnings því það er 15-20 mín keyrsla á staðinn.

Hlaupið var ræst kl 4:30am, í niðamyrkri og maður eyddi mikilli orku í að fylgjast með undirlaginu, sum staðar slétt, sum staðar óslétt, dýraskítur, blaut laufblöð eða akörn sem gátu kostað fall. Hver lykkja var um 1,6 mílur - maraþonið var 16 ferðir.

Þessi sería er ný, í fyrsta sinn, maraþon 4 daga íröð og þetta var fyrsti dagurinn. Umhverfið í Smith Family Garden Luau (Wailua Kaua´i) er ótrúlega fallegt og dýralífið líka... auðvitað voru brúnu hænsnin út um allt og hanarnir stanslaust galandi, eins og um alla eyjuna... en svo voru páfuglar spígsporandi við hliðina á okkur og kisa innan um alla smáfuglana.

20170119_ Viðtal við fréttablað Kaua´iÉg var búin með 6 ferðir þegar það fór að birta og hitna... smá hluti af leiðinni var aðeins lengur í skugga. Þegar ég hafði klárað hálft, fékk ég mér afmælisköku og var tekin í blaðaviðtal eins og fleiri, hjá fréttablaði staðarins/eyjunnar... það tók smá tíma.

http://thegardenisland.com/sports/running/mainly-marathons-race-series-underway-on-kauai/article_16226e1d-4053-5e0a-8fd4-4b8af8187f24.html

Hitinn var sennilega um 30°c sem er ekki mitt besta hlaupaveður... en mér gekk samt ágætlega, fann ekki fyrir fætinum, var ekki að berjast við krampa (enda drakk ég amk 2 full glös af kóki á hverri drykkjarstöð) og ég datt ekki í leiðindi enda alltaf nóg af fólki á brautinni. Verðlaunapeningarnir hjá Clint eru stórglæsilegir og alltaf tilhlökkun að fá þá í hendurnar.  Ég tók fullt af myndum sem ég set inn seinna, hér og á FB.

Þetta maraþon er nr 209... Garmin mældi vegalengdina 43,28 km
og tímann 7:42:20 

Með þessu maraþoni held ég að ég sé búin að hlaupa maraþon á öllum (4) eyjum Hawaii sem eru með maraþon... Honolulu, Hilo, Maui og Kaua´i.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband