Maui Oceanfront Marathon & Half, 15K, 10K, 5K
Lahaina, Maui, HI USA
15.janúar 2017
http://www.MauiOceanfrontMarathon.com
Við sóttum númerið í gær, ekki lengi gert, númer og bolur og þetta var í göngufæri frá hótelinu okkar. Rúturnar stoppa rétt hjá og endamarkið er líka í sömu götu. Þeir sem ætla að taka Early start þurfa að mæta í rútuna fyrir kl 3:30 og verða ræstir 4:30.
Ég ákvað að taka early-start þó ekki væri nema til að vera lengur í svala. Það var 30°C í gær og gæti verið heitara í hlaupinu.
Við erum hvort sem er kolvitlausum tíma, svo við sofnuðum kl 18 og vöknuðum um kl 1am. Eftir að hafa borðað og græjað mig labbaði Lúlli með mér í rútuna.
Það er skelfing að vera keyrður leiðina sem maður á að hlaupa til baka og hún er ekki spennandi, á mjóum renningi í umferðinni meðfram sjónum.
Ég var með höfuðljós og vatnsflösku eins og reglurnar sögðu. Í myrkrinu var ekkert annað að gera en horfa niður fyrir sig. Þegar birti var ekki mikið að sjá, við vorum þá komin út fyrir þennan bæ og á þjóðveginn.
Það var ekki spennandi leið, sólin skein alltaf á bakið á mér og það varð mjög fljótt heitt, götuhitinn gæti hafa verið um 35°C.
Þetta var allt of heitt fyrir mig og ég fór fyrst að hlaupa/ganga eftir kerfi, síðan kraftganga en síðustu 4 mílurnar fór ég rétt fetið og farin að berjast við sinadrætti. Míluspjöldin töldu niður þannig að ég hef aldrei verið eins fegin og þarna, þegar ég kom að mílu 1.
Lúlli beið eftir mér í markinu.. en marksvæðið skartaði íslenska fánanum á besta stað.
Þetta maraþon er nr 208
Garmin mældi vegalengdina 42,4 km
og tímann, 7:26:08
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 16.1.2017 | 04:52 (breytt kl. 05:07) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.