Texas Marathon 1.jan. 2017

Metal Sawing Technology Texas Marathon
Kingwood, TX USA
1.jan 2017
http://www.50statesmarathonclub.com/texas.html

01-01 17 Texas MarathonVið sóttum númerið í gær og hittum um leið okkar kæru vini Paulu og Steve Boone. Þau eru alltaf jafn frábær. Það er ekkert venjulegt hvað þau hafa mikið fyrir þessum hlaupadegi. Veðurspáin var slæm fyrir hlaupið... hellirigning og tvær þrumur á kortunum. Það hellirigndi alltaf öðru hverju á gamlársdag. Það gerði ekkert til fyrir okkur, við tókum því bara rólega.

Klukkan var stillt á 5 am. Ég svaf ágætlega. Við vorum tilbúin þegar morgunmaturinn byrjaði kl 6 og stuttu seinna vorum við lögð af stað... og máttum ekki seinni vera til að fá sæmilegt bílastæði. Loftrakinn var 100% sagði veðurspáin en það var hætt við rigningu.

01-01 17 Texas MarathonFyrir maraþonið var hefðbundin viðurkenningarathöfn, ef fólk var að hlaupa t.d. 100asta maraþonið eða í 5, 10 eða 15 sinn hjá þeim... þó fólkið fengi ekki verðlaunin fyrr en í markinu eftir hlaupið.
Ég var kölluð upp og fékk afhentan verðlaunagripinn fyrir tvo hringi um USA... Vá hvað ég er stolt af þessum grip.

Marathonið var ræst kl 8am. Sama leiðin var hlaupin 4x og ég þekkti hana vel... yfir 3 götur, 2 undirgöng og yfir 11 svell-sleipar trébrýr, kringum vatn og til baka sömu leið. Hálkan á brúnum var verst, rakinn var svo mikill að ég var mörgum sinnum næstum farin á hausinn, stígarnir voru líka sleipir og ekki bættu blaut laufblöðin stöðuna... ég hef aldrei hlaupið í öðrum eins raka og svo var óvenju heitt.

01.01.2017 Texas MarathonÉg get ekki kvartað, ég fann ekki til í fætinum, veðrið hélst "þurrt", ég hitti ótrúlega marga sem ég þekki, ég fékk viðurkenninguna mína og geðveikislega flottan verðlaunapening.

Þetta maraþon er nr 207 og er sjöunda maraþonið sem ég hleyp í Texas. 
Garmin mældi tímann 6:43:29 og vegalengdina 42,56 km.
ég kom nr 242 í mark

Ég set fleiri myndir á Facebook

Þetta maraþon var að sjálfsögðu hlaupið til heiðurs afmælisbarni dagsins Emilíu Líf langömmu dúllunni minni sem er 5 ára í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband