GLEÐILEGT HLAUPÁR 2017
Annállinn er annað árið í röð sendur út frá Texas.... Þetta ár var viðburðarríkt þó ég færi ekkert sérstaklega mörg maraþon. Ég er enn að kljást við eins meiðsli og ég fékk í Baton Rouge í Louisiana í jan 2015.
Þá gerðist eitthvað á vinsta fæti en það undarlegasta sem hefur komið fyrir mig er að meiðslin skiptu um fót þegar ég fór eitt af erfiðustu brekku maraþonum sem ég hef farið (Red Rock Canyon Marathon LV) í febr á þessu ári. Síðan þá hefur vinstri fótur verið í lagi en sá hægri stífur um ökkla og hlýðir ekki alveg. Sem betur fer er ég ekki með verki nema stöku sinnum eftir löng hlaup og hálf hölt... sérstaklega ef ég þarf að flýta mér.
Ég byrjaði HLAUP-árið 2016 í Texas, hljóp Texas Marathon í 3ja sinn, en það er alltaf á nýjársdag og svo Mississippi Blues Marathonið nokkrum dögum síðar, líka í 3ja sinn. Þetta varð eina ferðin á árinu sem ég fór tvö maraþon.
Í mars ætlaði ég að taka tvö maraþon í Dust Bowl seríunni en þá lentum við í að vera veðurteppt í Denver og ófærð með tilheyrandi óveðri, kulda og veseni varð til þess að ég sleppti seinna maraþoninu þó mig vantaði fylkið... en í Ulysses Kansas fór ég mitt 200asta maraþon.
Eftir að hafa beðið í HEILT ÁR eftir að komast í gönguferðina í Grand Canyon, þá varð draumurinn að veruleika í lok maí. Við vorum fjórar, ég, Vala, Edda og Berghildur sem gengum niður South Kaibab Trail með allt á bakinu, gistum á botninum á Bright Angel Campground og gengum upp Bright Angel Trail daginn eftir.... hvílíkt ævintýri.
https://www.youtube.com/watch?v=Br8STgrH4LY
í þessari sömu ferð hljóp ég síðasta fylkið (Montana) í annarri umferð um USA.
Reykjavíkurmaraþon markaði tímamót hjá mér í ár þegar ég hljóp HEILT maraþon þar TUTTUGASTA árið í röð... Viku seinna var Stavanger Maraþon en þar skipti ég niður í hálft maraþon í miðju hlaupi út af fætinum, svo Noregur er enn eftir :)
Ég fór 10 maraþon á árinu, átta af þeim í USA... í sjö ferðum. Þegar 2 umferðum var náð, taldi ég að gamni mínu hvað ég ætti mörg fylki fyrir þriðju umferð og þau eru 10 talsins. Þess vegna er freistandi að velja framvegis maraþon í takt við það þó markmiðið sé ekki sem stendur að taka þriðja hringinn.
Eftir að hafa náð tveim umferðum um USA, taldi Bíðari nr 1 ekki hægt annað en að leita upprunans og fara hið eina sanna maraþon í Grikklandi. Sú ferð heppnaðist mjög vel og er sennilega upphafið að fleiri Evrópuferðum.
Síðasta maraþon ársins var í systraferðinni til Orlando í lok nóv... Space Coast Marathon á Cocoa Beach. Þetta er fjórða árið í röð sem við förum og eitt ár eftir til að eignast alla geimskutlu verðlauna seríuna. Þetta er þriðja árið sem Berghildur og Edda fara hálft maraþon. Frábært hjá þeim.
GLEÐILEGT HLAUPÁR 2017
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Áramóta annálar | 31.12.2016 | 13:24 (breytt kl. 13:33) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.