Já góðan daginn, hvað við erum heppin með veður enn sem komið er vetrar... ég gat hlaupið í kringum Ástjörnina núna í desember. Ég ætlaði að hlaupa meira en ég hef gert, það er alltaf fullt að gera á þessum tíma og ég hef síður viljað hlaupa mjög seint og í niða myrkri... og svo hef ég verið full af kvefi. 9.des héldum við upp á áfanga ársins með litlum hópi hér heima, maðurinn varð 70 ára á árinu, ég hljóp 200asta maraþonið, kláraði annan hring um USA og varð 60 ára 30.nóv.sl.
5.des... 16,5 km...hjólaði með Völu hringinn okkar.
10.des... 800 m skriðsund
12.des... 5 km skokk kringum Ástjörnina
15.des... 16,5 km hjól í roki og rign með Völu
16.des... 5 km skokk, kringum hverfið og 1200m skrið
19.des... 5 km skokk á bretti, með Völu
27.des... 5 km á bretti í BG
29.des... Flug til Boston og daginn eftir til Texas... í næsta maraþon :)
Flokkur: Íþróttir | 21.12.2016 | 12:11 (breytt 10.1.2017 kl. 16:27) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.