Stavanger Maraton & Half Maraton
Stavanger, Norway
27.ágúst 2016
http://stavangermarathon.no/en
Við komum til Stavanger í gær og sóttum númerið... Við erum mjög vel staðsett, 1 mínúta frá hóteli í gögn og start EN 5-7 mínútur í bílastæðahúsið þar sem við verðum að geyma bílinn því það eru engin önnur bílastæði í boði.
Við fórum snemma að sofa... ég hef verið hálf slöpp af kvefi. Við sváfum ágætlega og þægilegt fyrir okkur að geta borðað morgunmat á hótelinu fyrir hlaup.
Hlaupið var ræst kl 9 am... og ég varð fljótlega með þeim síðustu enda fáir í heilu. Fyrir hlaupið spurði ég hvort það væri mikið um brekkur og svarið var NEI... kannski skildi hann ekki ensku...
Það var þó nokkur raki í loftinu og fljótlega sögðu lungun upp... og heltin á hægra fæti ágerðist aðeins þegar ég byrjaði að ganga... svo ég tók þá ákvörðun á 17 km að láta hálft maraþon duga í þetta sinn.
Ég var ekki viss hvort ég fengi pening en þeir létu mig fá hálfmaraþon pening en ég fór 22,5 km.
Þá er ég búin að hlaupa í Noregi.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Ferðalög | 27.8.2016 | 12:13 (breytt 7.9.2016 kl. 21:40) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.