Governers Cup Helena MT 11.júní 2016

Governers Cup Marathon Helena MT
11.júní 2016
http://www.govcupmt.com 

Í dag náði ég þeim ótrúlega áfanga að hafa farið maraþon í öllum 50 ríkjum USA í ANNAÐ SINN. Það eru ekki mörg ár síðan ég hefði talið það útilokað.

númerið í Helena MT, 2016Ég sótti númerið í gær (120). Vala og Hjörtur eru með okkur og allt var svo planað í kringum markmyndatökuna að það vantaði bara að við æfðum hana ;)

Ég stillti klukkuna á 2:50 og fór snemma að sofa... og svaf ágætlega. Eftir hefðbundinn undirbúning fórum við af stað, því ég þurfti að ná amk síðustu rútu á startið kl 4:45.

Hlaupið var ræst kl 6am. Þetta er ekki stórt maraþon... og fljótlega var ég orðin ein. Það var búið að breyta leiðinni síðan ég hjóp hérna síðast en leiðin varð ekki skemmtilegri... langir sveitavegir eins og augað eygir, hlaupið á jarkanum á öðrum fæti í vegkantinum.

Veiki fóturinn gaf sig á miðri leið... en það var ekkert til umræðu annað en að klára. 

Leiðin var ekki skemmtileg og of fáar drykkjarstöðvar... og með litla þjónustu.

komin í mark í MT, 2x USABíðari nr1, Vala og Hjörtur biðu samviskusamlega í markinu með íslenskan fána-borða fyrir mig til að hlaupa gegnum... ÆÐISLEGT 

Þetta maraþon er nr 203, Garmurinn mældi það 26,65 mílur og tímann um 7 klst

EN MARKMIÐIÐ NÁÐIST Í DAG - TVEIR HRINGIR UM AMERÍKU :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband