Shiprock Marathon, Farmington, New Mexico
7.maí 2016
http://www.shiprockmarathon.com
Ég sótti gögnin í gær, það voru 30 mílur hvora leið, um 100 km fram og til baka og svo fara rúturnar á startið frá sama stað kl 6am.
Ég reyndi að fara snemma að sofa, enda búin að keyra 310 mílur, frá PUEBLO til Farmington fyrr um daginn... ég stillti klukkuna á 3am.
Ég svaf ágætlega enda þreytt... og hafði ekki áttað mig á mikilli hæð frá sjávarmáli hérna. Farmington er í 5300 feta hæð... sem gerir 1.615 metra hæð og mér var sagt að hæsti punktur í Shiprock maraþoninu væri hærri.
Eftir að hafa græjað mig eins og vanalega ákvað ég að drífa mig af stað 4:45... ég keyri alltaf hægar í myrkri og svo sá ég öll sektarskiltin í gær ef maður gleymir að lækka hraðann þegar keyrt er i gegnum bæina... ég var rúman hálftíma á leiðinni og lenti þar í langri röð til að leggja bílnum... þegar upp var staðið small þetta allt saman.
Rúturnar keyrðu hlaupaleiðina... og mig langaði helst að fara bara til baka með rútunni... malbikaður sveitavegur sem var ekkert nema brekkur...
Það var kalt meðan við biðum eftir startinu kl 7 og þá hitti ég nokkra Maniac-a. Það var afar breytilegt veður á leiðinni. Já, fyrst var kalt og vindur í fangið, hlýtt og vindur á hlið, kalt og vindur á ská í bakið, nokkrið dropar og svo heitt... ég var alltaf að fara úr og í jakkann aftur.
Þjónustan á leiðinni var til fyrirmyndar, drykkjarstöð með mílu millibili.
Þetta mjög svo erfiða maraþon er nr 202,
Garmin mældi það 42,57km og tímann 6:39:43
Nú er bara EITT fylki eftir í hring nr 2 um USA
Governers cup, í Helena Montana 11.júní nk.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 7.5.2016 | 22:37 (breytt 18.5.2016 kl. 23:09) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.