Red Rock Canyon Marathon Las Vegas Nevada
20.febr 2016
http://www.calicoracing.com
Ég sótti númerið í Sun Coast Casino í gærkvöldi... lítið expo en allt voðalega vinsamlegt. Við fórum beint heim á hótel, ég komst að því að ég hafði sett vitlausar hlaupabuxur í töskuna, gleymt tásuplástrinum heima og kannski týnt peysunni minni í dag... ég ákvað að hlaupa í þessum buxum, ég fann gamlar plástursleyfar í hólfinu framan á töskunni og peysan var úti í bíl :)
Klukkan var stillt á 3 am og farið að sofa...
Við erum á svo vitlausum tíma að ég sofnaði strax en var vöknuð áður en síminn hringdi. Lúlli ætlar að koma með og bíða á start/marki. Við borðuðum okkar morgunmat, ég náði að teypa tærnar með leyfunum og við vorum komin út í bíl 4:45 og settum Garmin á SunCoast Casino en þaðan fara rúturnar og við ætlum að elta... það er svo mikið niðamyrkur utan borgarinnar að ég treysti mér ekki til að finna sjálf rétta staðinn... sem eru einhver "gatnamót"
Við náðum að elta rútuna kl 5 á staðinn... heppin að hafa gert þetta. Kl 6:15 eða við birtingu var hlaupið ræst. Ég var búin að heyra/lesa um brekkur sem væru "brutal" og það var ekki ýkjur... ég held að ég hafi aðeins farið í EITT sem var verra... eða kannski ekki.
Ég var frosin úr kulda fyrstu míluna en svo kom blessuð sólin og var mest um 30c í hitapollum. Leiðin var ekkert nema skelfilega erfiðar brekkur en þjónustan á leiðinni var frábær og hamborgara veisla í markinu.
Þetta maraþon er nr 199...
Garmin mældi leiðina 26,32 mílur og tímann 6:52:21...
Mig vantaði ekki Nevada fyrir næsta hring um USA svo enn eru 4 fylki eftir.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 21.2.2016 | 00:15 (breytt 29.2.2016 kl. 19:04) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.