Mississippi Blues Marathon, Jackson MS, 9.jan.2016

Mississippi Blues Marathon
9.jan 2016
http://www.msbluesmarathon.com/ 

Númerið sótt í Mississippi Blues 9.jan 2016Ég var eins óráðin (hvort ég ætti að hlaupa) og hægt var í gær þegar ég sótti númerið. Ég er slæm í hælnum eftir síðasta maraþon og mig langaði ekki til að eyðileggja næstu maraþon... því fór ég eiginlega til að spurja hvort ég mætti breyta í hálft á miðri leið ef mér litist ekki á blikuna. Þetta er í 3ja sinn sem ég hleyp þetta hlaup, en nú hafa þeir breytt um stað á starti/marki og leiðinni.

 Mississippi Blues 9.jan 2016Ég var ákveðin að fara af stað... veðurútlitið var ekki gott, grenjandi rigning. Ég stillti klukkuna á 3 am, við þurftum líka að tékka okkur út fyrir hlaupið. Það voru nokkrar mílur í miðbæinn og við fengum gott stæði svo Lúlli gæti verið í bílnum á meðan.

Hlaupið var ræst kl 7 í rigningu, það stytti fljótlega upp og ég pakkaði regnslánni saman og geymdi... eins gott því tvisvar komu langar úrhellis-dembur en svo heit sól á milli að það sem var blautt - varð þurrt.

Mér gekk ágætlega og ákvað að skrölta alla leiðina... sem var ekkert nema brekkur. Hællinn var sæmilegur, kannski bjargaði mér að ég setti auka innlegg í skóna og ég var í stífum sokk sem hélt við.

Mississippi Blues 9.jan 2016Á 16.mílu hitti ég Sharon frá LA, hún var að strögglast við, enda aðeins bækluð í baki og við gegnum saman restina... það endaði með að það fóru allir fram úr okkur og við urðum síðastar. Hún hafði byrjað klst fyrr, ásamt Matthew, Larry Macon og fleirum sem ég þekki.

Þetta maraþon er nr 198
Á mílu 20 dó úrið mitt, ég veit ekki hvort það varð rafmagnslaust eða hvort það þoldi ekki þrumuveðrið... svo ég veit hvorki hvað vegalengdin hefði mælst og verð að bíða eftir útgefnum tíma frá hlaupinu. 
Skráður tími á mig er: 7:24:03 og það besta er að ég versnaði ekkert í hælnum.

Eftir hlaupið keyrði ég um 200 mílur til New Orleans :)

PS. Það var viðtal við mig á ,,local TV í Jackson" en ég sá það ekki þegar það var sýnt í fréttunum kvöldið 8.jan... ég get kannski fundið slóðina seinna :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband