Metal Sawing Technology Texas Marathon
1.jan. 2016
Http://www.50statesmarathonclub.com/texas.html
Við sóttum númerið í gær en í gleðilátunum að hitta gamla vini, gleymdi ég að taka "númers" myndina... en ég bjargaði því fyrir hlaupið í dag.
Þetta maraþon er með aflappaðri hlaupum... allt á göngustígum (4× sama leið) engin tímamörk og öll umgjörðin laus við stress.
Klukkan var stillt á 5 am en við vorum vöknuð áður. Við náðum að borða morgunmat kl 6 am og brenna svo í hlaupið. Það er afar sjaldgæft að ég nái morgunmat á hótelinu fyrir hlaup.
Hlaupið var ræst kl 8 og þrátt fyrir 75 % líkur á rigningarskúrum þá hélst þurrt allan tímann.
Rétt fyrir hlaup var verðlaunapeningurinn afhjúpaður... en útlitið er leyndarmál fram að hlaupi. Hann er risastór og ekkert smá flottur.
Leiðin var á göngustígum, fram og til baka og ég þekkti fullt af fólki úr fyrri hlaupum... Fólk var endalaust að stilla sér upp í hópmyndatökur á leiðinni... mjög skemmtilegt... ég verð að fá myndirnar hjá öðrum því ég hélt það myndi rigna og skildi símann eftir í bílnum.
Þetta maraþon er nr 197,
Garmurinn mældi það 26,49 mílur og tímann 6:42:29 og auðvitað var það hlaupið til heiðurs afmælisbarni dagsins, langömmu dúllunni minni Emilíu Líf sem er 4 ára í dag.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 2.1.2016 | 00:31 (breytt kl. 00:50) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.