Við systur vorum allar hálf veikar í Flórida og kvefpestin hefur verið þrálát hjá okkur öllum allan desember... Það er varla að maður hafi staðið undir sér í hóstakviðunum.
Við systur lentum heima 3.des og pestin hefur haldið okkur frá föstudags-sundinu... þá hefur kuldinn, snjórinn og slæma færðin ekki hjálpað til.
Hvern mánudaginn á eftir öðrum höfum við Vala ætlað að hlaupa saman en það hefur ekki tekist. Ég komst 3svar á bretti í Garðabæ og verð að láta það nægja fyrir næstu hlaupaferð. Ég mun ekki einu sinni ná úr mér kvefinu á milli ferða.
14.des... 6 km á bretti
21.des... 7 km á bretti
27.des... 7,5 km á bretti... verst hvað það er leiðinlegt að hlaupa inni.
Næsta maraþon er 1.jan 2016 í Texas
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.