The Appalachian series #6, Dalton Georgia 16.okt. 2015

The Appalachian Series


The Appalachian Series #6 Dalton Georgia
16.okt 2015

http://mainlymarathons.dreamhosters.com/series-3/appalachian-series

Þó það sé bara 4 tíma munur þá kemur hann fram á mér, ég fór snemma að sofa og vaknaði kl 4. Morgunmaturinn byrjar kl 6 en maðurinn leyfði mér að byrja fyrr og það nægði mér því ég var tilbúin að tékka mig út um leið. Garðurinn er í 15 til 20 mín fjarlægð og eg þurfti að fá númerið mitt afhent áður.


The Appalachian Series GA, 16.okt.2015Hlaupið var ræst kl 7:30. Í upphafi var aðeins kalt en það hitnaði fljótlega. Leiðinni var breytt í skyndi, margir búnir að hlaupa í 5 daga og Clint vildi sleppa öllum við brekkur og hafði leiðina 22 ferðir fram og til baka kringum leikvöll fyrir heila maraþonið.

Ég hitti fullt af gömlum vinum og þegar maður fer fram og til baka eru allir að heilsast og segja brandara... á hlaupaleiðinni voru krítar og éwg og aðrir skrifuðu skilaboð, ástarjátningar, brandara, hvatningar og fleira í göngustíginn.

Sólin steikti okkur en svo bjargaði smá gola okkur. Eftir hlaupið var sest upp í bíl og ég var tæpa 3 tíma að keyra til Alabama þar sem síðasta maraþonið í seríunni er á morgun, laugardag.

Þetta maraþon var til minningar elsku pabba en það eru 2 ár í dag síðan hann dó.

Þetta maraþon er nr 194, garmurinn mældi það 26,75 mílur og tímann 7:01:20
Tékk... 5 eftir í öðrum hring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband