Kentucky Derby Festival Marathon
25. apríl 2015
http://www.derbyfestivalmarathon.com
Expoið var ágætlega stórt í gær, en við vorum eiginlega á hraðferð, þreytt eftir 2 flug og lítinn svefn síðustu nótt og búin að keyra suður frá Indianapolis til Louisville. Númerið mitt er 12467. það sem ég hafði mestan áhuga á var að fá upplýsingar um gott bílastæði
Við fórum MJÖG snemma að sofa í gærkvöldi enda þreytt eftir flugið, keyrsuna og lítinn svefn síðustu nótt.
Klukkan var stillt á 3:30 í nótt og vegna þreytu svaf ég eins og steinn. Það var grenjandi rigning þegar við vöknuðum og ég hafði ekki gert ráð fyrir rigningu. Lúlli ákvað að bíða á hótelinu enda lítið spennandi að hanga í bílnum í grenjandi rigningu. ég sníkti plastpoka í lobbýinu að nota fyrir regnkápu.
Ég lagði af stað um kl 5 og náði bílastæði á besta stað.
Ég var með vekjaraúrið með mér og lagði mig, það var hægt að halla framsætinu í nær lárétta stöðu. Startið var beint fyrir framan bílinn.
Maraþonið var ræst 7:30 í rigningu og það rigndi megnið af tímanum. Leiðin var frekar slétt, það kom smá brekku-kafli frá mílu 11-15 og svo ein og ein en miðað við síðasta maraþon þá var það ekkert mál.
Hlaupaleiðin lá inn á hina frægu Derby-veðreiðar-braut, gaman að sjá þetta. Ég hitti Nick Karem á seinni hlutanum, hef ekki séð hann lengi, við fylgdumst að hluta af leiðinni, hann er eins og ég að vinna sig út úr meiðslum og hann barðist við krampa.
Ég verð að segja að mér gekk ágætlega miðað við allar aðstæður og algjört æfingaleysi.
Garmin mældi leiðina 26,79 mílur og tímann 6:31:27
Þetta maraþon er nr 187 og nú eru 9 eftir í öðrum hring.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 26.4.2015 | 03:01 (breytt 4.5.2015 kl. 11:40) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.