Rock'N'Roll Raleigh Marathon, Raleigh NC
12.apríl 2015
http://runrocknroll.competitor.com/raleigh
Ég svaf ágætlega og var vakin með "wake-up call" hótelsins og svo hringdi Bíðarinn frá Íslandi. ég var með sub í ísskápnum sem ég át, teypaði tærnar og kom mér af stað rétt fyrir kl 5am. Ég var búin að ákveða að fá stæði í bílastæðahúsinu sem var 200 metra frá marki og starti... og ég fékk frábært stæði.
ég hallaði mér svo bara aftur í hálftíma... nennti ekki að athuga með Maniac-myndatöku eða standa við startið í tæpa 2 tíma... en maður þarf allaf að fara í klósettröðina... TVISVAR.
Startið var kl 7am og ég laumaði mér á eftir elítunni... Bryndís og Keníamennirnir hehe...
Veðrið var frábært, glampandi sól og stundum of heitt en stöku sinnum kom smá kæling í vindinum.
Hvernig gekk...hummm... Stjórnendum hlaupsins fannst ástæða að nefna brekkurnar fyrir startið... og svo var skilti á leiðinni... "I eat hills for breakfast" og við vorum í stanslausum morgunmat eftir það.
Leiðin átti ekki að vera eins "brutal" og í fyrra því þeir breyttu leiðinni aðeins og fækkuðu um 3 brekkur... Leiðin var ein BREKKA... held ég hafi ekki lent í öðru eins í borgarhlaupi. Auðvitað komu þessar brekkur niður á mér...
Fóturinn hélt nokkuð vel, kannski af því að ég þorði ekki annað en að vera í ökkla-strekksokknum og svo var ég með ICY-HOT 8 tíma verkjaplástur á bakinu... bakið fór korter í sunnudagaskóla á Páskadag og ég var ekki orðin nógu góð.
Garmurinn mældi vegalengdina 42,87 km og tímann 7:17:11
Þetta marathon er nr 186 og mig minnir að ég eigi eftir 10 fylki í annarri umferð um USA.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 12.4.2015 | 21:16 (breytt 14.6.2015 kl. 17:11) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.