Ég er komin út eina ferðina enn, það væri nú gaman að telja saman ferðirnar einhverntíma... Ég sótti gögnin áðan í sól og sumaryl :)
ég verð númer 19095... há tala sem þýðir að ég á að vera aftarlega í röðinnni en ég ætla að reyna að stelast til að fara af stað með þeim fyrstu. Fóturinn er ekki alveg nógu góður og ég verð að hafa tíma til að spara hann ef sú staða kemur upp.
Rock'N'Roll hlaupin eru stórir viðburðir og allt svo umfangsmikið, allir verða að mæta snemma, finna stæði snemma og svo framv. Það er ekki í boði að vera á síðustu stundu... Ég gleymdi vekjaraklukkunni heima svo Bíðari nr 1 ætlar að hringja frá ÍSLANDI til að vekja mig.
Flokkur: Íþróttir | 11.4.2015 | 18:22 (breytt 14.6.2015 kl. 17:15) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.