Baltimore Marathon & Half Marathon, Team Relay, 5K
Baltimore, MD USA 18.oct. 2014
http://www.thebaltimoremarathon.com
Klukkan var stillt á 3 am... og vorum búin að tékka okkur út af hótelinu og koma dótinu í bílinn, fyrir kl 5. Það var 1,4 mílur á markið. Við fengum bílastæði á besta stað við markið og við vorum rétt búin að leggja bílnum þegar traffíkin byrjaði að leitað að stæðum.
Við hölluðum okkur aftur í bílnum í um klst. en þá var kominn tími til að ramba á startið... en það hafði verið fært fram til kl 7 am... um leið og birti. Ég hef hlaupið þetta maraþon áður en ég mundi ekkert eftir leiðinni.
Það var fyrir algera tilviljun að við duttum inn í grúppumyndina hjá Marathon Maniacs.
Veðrið var gott, fyrst skýjað en síðan skein sólin á okkur... í fyrsta hluta hlaupsins fékk ég allt í einu yfir mig leiða... langaði að hætta og ég veit ekki hvað... en ég komst fljótlega yfir það...
Þjónustan á leiðinni var til fyrirmyndar... og mér gekk bara vel... þó þetta sé fjórða maraþonið á 8 dögum.
Lúlli beið eftir mér rétt hjá markinu og við keyrðum til Atlantic City í New Jersey þar sem ég hleyp á morgun...
Þetta maraþon er nr 180 og 14 fylki eftir í "second round for the States"
Garmurinn mældi vegalengdina 26,58 mílur og tímann 6:16:07
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 19.10.2014 | 00:19 (breytt kl. 23:50) | Facebook
Athugasemdir
Baltimore Running Festival - Marathon RUNNER 3144
BRYNDIS SVAVARSDOTTIR, 221 HAFNARFIRDI
Female / 57, Placed in FEMALES 55-59
FINISH Net 6:16:09
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 24.10.2014 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.