http://mainlymarathons.com/series-3/appalachian-series/
Day 4 (Oct.14): Seneca, South Carolina kl 7:30
Sjónvarpið hefur varla sýnt annað en viðvaranir vegna veðurofsa í kringum okkur. Við höfum fengið úrhellið en nær engan vind.
Þegar ég skráði mig í þessa seríu, stóð að hlaupin yrðu haldin ,,rain or shine" ég hef ekki fengið neitt ,,shine" enn.
Það var tiltölulega stutt á startið svo ég stillti klukkuna á 5:30. Days Inn var með morgunmat frá kl 6 am svo þetta smellpassaði.
Um leið og við fórum út úr dyrunum á hótelinu byrjaði að rigna og rigningin jókst stöðugt... þriðja rigningarmaraþonið í röð.
Vá, maður... ég hef aldrei hlaupið í hvílíku úrhellis-hellt-úr-fötu-úrhellis-grenjandi rigningu. Hlaupið var ræst á réttum tíma í dag voru 14 hringir.
Göngustígarnir urðu að stórfljótum og grasið utanvið var bara verra. Sumir gerðu grín og hlaupu með sundgleraugu og sundfit á höndunum...
Lúlli beið heima á hóteli og tók vídeó af úrhellinu. Það versta við svona úrhelli er að maður brennur svo undan fötunum, margir voru komnir með ljót nuddsár því vasilínið tollir ekki á húðinni.
Ég komst í gegnum daginn - og þakkaði Guði fyrir að ég var ekki skráð í síðasta hlaupið í seríunni, í Georgíu á morgun... þeir sem hlaupa á morgun þurftu að fara rennblautir af stað þangað strax eftir hlaupið í dag. Ég náði mér í 3 fylki í seríunni, WV, VA og SC
Garmin mældi tímann 6:50:55 og vegalengdina 26,47 mílur.
Þetta maraþon er nr 179 og 15 fylki eftir í öðrum hring.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 14.10.2014 | 21:07 (breytt kl. 21:40) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.