http://mainlymarathons.com/series-3/appalachian-series
Day 2 (Oct.12): Bluefield, Virginia start kl 7:30
Klukkan var enn stillt á 5 am... ég svaf ekki vel, var hálf vakandi alla nóttina, fyrst var ég með pirring í hægri mjöðm og niður fótinn og síðan var bröltið í Bíðaranum að trufla mig. Ég hvíldist samt eitthvað og fannst ég ekki sérstaklega þreytt í morgun.
Ég fékk mér beyglu áður en við fórum í morgunmatinn því hann var engin undirstaða fyrir daginn. Það var helli-rigning úti og ég fékk far með Ilu á startið. Við vorum færri í dag en í gær (eða mér fannst það) og allir söfnuðust undir partý-himininn.
Ég var með regnkápu eins og flestir því úrhellið var ótrúlegt. Það rigndi fyrstu 4 hringina hjá mér og síðustu 3... en hringirnir voru 12 í allt. TAKA TVÖ sama leið og í gær.
Ég var ekkert viss um að ég myndi hlaupa mikið í dag en ég var ótrúlega brött... Clint sagði okkur að hann hafi talið brekkurnar í þessum 12 hringjum og þær voru yfir 170. GAMAN GAMAN að fá að vita þetta fyrirfram þó ég hafi farið hringinn í gær.
Garmin mældi leiðina 43,6 km eins og í gær og tímann 7:02:51
Þetta maraþon er nr 178 og 16 fylki eftir í öðrum hring um USA.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 12.10.2014 | 20:05 (breytt kl. 20:15) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.