The Appalachian Series, Bluefield West Virginia 11.10.2014

Bluefield VA og WV 10.10.2014 005

Við keyrðum frá Manassas til Bluefield í gær og náðum í númerið mitt, ég er nr 83 og borðuðum pasta með hinum hlaupurunum - þetta varð að REUNION-pastaparty því ég þekkti helminginn af fólkinu... allt hlaupavinir allstaðar að í Ameríku. Við erum líka flest á sama hótelinu. Verðurspáin er ekki glæsileg... rigning.

http://mainlymarathons.com/series-3/appalachian-series/ 
Day 1 (Oct.11): Bluefield, West Virginia  start kl 7:30

Bluefield WV 11.10.2014 005

Ég reyndi að fara snemma að sofa... það er ekkert mál þegar maður er í 4 tíma tímamismun og hefur keyrt í 6 klukkutíma. Klukkuna stillti ég á 5 am... við vorum ekki viss hvort hótelið ætlaði að byrja fyrr með morgunmatinn... en þeir gerðu það. Það voru um 4 mílur á startið og allir glaðir því það var sæmilega þurrt.

Bluefield 11.10.2014 043

Það var ekki búið að ræsa hlaupið þegar rigningin mætti. Við vorum í garði á fylkismörkum West- Virginia og Virginia... við förum því sömu leiðina 2 daga í röð og getum skráð maraþonin á bæði fylkin. Reglurnar eru að ef hlaup byrjar í einu fylki og endar í öðru getur fólk valið á hvort fylkið hlaupið er skráð. Ég þarf bæði fylkin í minni annarri ferð yfir fylkin.

Bluefield WV 11.10.2014 022

Við fórum 12 sinnum sama hringinn... sem var ekkert nema brekkur. Í byrjun voru allir svo hressir en þegar á leið hætti maður að heyra ,,keep it up" eða ,,way to go" og heyrði í staðinn ,,these hills are getting steeper" eða ,,they´ve turned in to mountains".... Brekkurnar fóru virkilega illa með mig og í bleytunni voru laufin svo hál... svo er ég eitt brunasár eftir fötin.

Bluefield 11.10.2014 047,1

Þessi hlaupasería er hlaupin í fyrsta sinn núna og þó nokkrir sem ætla að hlaupa alla dagana 5... ég ætla að láta mér nægja 3 daga.

Garmin mældi vegalengdina 43,6 km og tímann 7:26:35 
Þetta maraþon er nr 177 og 17 eftir í öðrum hring um USA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband