Lake Placid Marathon & Half Marathon
Lake Placid, New York, 8.júní 2014
http://www.LakePlacidMarathon.com
Þetta maraþon var ræst óvenju seint eða kl 8 am og þeir buðu ekki upp á ,, early start" og tímatakmörkin voru 6 tímar.
Klukkan var stillt á 5:45 en ég var vöknuð aðeins áður. Það voru svo margir hlauparar á hótelinu að við fengum morgunmat fyrir hlaupið.
Það var brakandi sól úti, svo ég makaði á mig sólarvörn 50, vasilini og var spreyjuð hátt og lágt með skordýrafælu... og það var eins gott því ég hefði bakast í gegn og verið étin inn að beini... verst að það er ekki til brekkusprey... hehe,
það var bara einn beinn kafli í þessu hlaupi... annars var það EKKERT NEMA BREKKUR. Við fórum tvisvar sinnum nær sömu leiðina fram og til baka.
Þetta var ótrúlega erfiður dagur, hitinn, brekkurnar, frjókornin í loftinu, flugurnar, en ég var þakin litlum svörtum dauðum flugum.... og svo stressið við tímatakmörkin - sem ég komst samt í kringum ;)
Þetta maraþon er nr.174
Garmin mældi það rétt og tímann 6:41:53
Garmin mældi það rétt og tímann 6:41:53
Strax eftir hlaupið keyrðum við til Albany
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 8.6.2014 | 22:55 (breytt 30.6.2014 kl. 23:37) | Facebook
Athugasemdir
til hamingju með þetta glæsilegt ,.
SOFFIA Kristinsdottir (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.