Gögnin sótt í Lake Placid 7.6.2014

Lake Placid er nú æfingastaður fyrir Olympiuleika, en einhverntíma voru þeir haldnir hér að vetri til. Hér er skíðastökkpallur og skautahöll og hvað eina... en ég held að við hlaupum kringum vatn á morgun og endum við skautahöllina... annars skoða ég aldrei leiðina - ég elti bara hina Wink

Lake Placid, gögn sótt 7.6.2014

Við sóttum númerið í Convention Center... svo var bara að koma sér fyrir, hlaupið byrjar frekar seint á morgun, kl 8:00. Hitinn núna kl. 18 er 23 c og glampandi sól. Vona að við fáum andvara og ský á morgun... þetta verður ekki létt, mikið um brekkur (held hárin úr hala Búkollu hafi lent hérna) og svo erum við í 1.890 feta hæð yfir sjó... Svo ég mun þurfa á öllu mínu að halda eftir 3 maraþon á síðustu 7 dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband