Sunburst Marathon South Bend 31.mai 2014

Sunburst Marathon South Bend IN  
31.maí 2014

http://www.sunburstraces.org

Group photo, Maniacs and 50 Staters

Klukkan var stillt á 3:45 en eins og svo oft áður vorum við vöknuð. Við vorum búin að ákveða að ég færi ein í hlaupið, því það voru 20 mílur á startið. Ég fékk mér morgunmat, smurði álagsbletti með vasilini, teypaði tærnar, setti sólarvörn 50 á mig og Lúlli spreyjaði á mig moskito-fælu... mín var tilbúin.

South Bend marathon IN... er þetta spurning ???

Ég fékk bílastæði beint fyrir framan startið, náði Maniac-hópmyndatöku og "síðasta pissi" fyrir start. Ég hélt að ég væri að mæta í fyrra start en það var bara eitt start, kl 6am... 

Fyrir hlaupið hafði ég meiri áhyggjur af v-hnénu (síðan ég datt í vetur) en æfingaleysi, en svo fann ég ekkert til í hnénu en æfingaleysið dró mig niður.

Sólin bræddi okkur fljótlega og hægt og sígandi fór hitinn í 89 F...  
Sunburst Marathon, South Bend 31 maí 2014Seinni hluta hlaupsins urðum við "sleðarnir" að taka sem hálfgerðan ratleik, því skyndilega hurfu allir löglegluþjónar og merkingar á gatnamótum. Amk einu sinni varð ég að bíða eftir næsta hlaupara og tvisvar spurði ég vegfarendur til vegar. Síðustu mílurnar fylgdust við nokkur að og fengum leiðsögn frá aðstoðarmanni á hjóli.

Sunburst Marathon, South Bend 31 maí 2014

Garmin mældi vegalengdina 26,6 mílur og tímann 6:25:11

Þetta maraþon er nr 171 

Þá var næsta skref að taka rútuna á startið og keyra heim á hótel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband