Það er einhvernveginn ótrúlegt hvað sólarhringarnir hafa styst undanfarið. Í hverri viku ætla ég að bæta við öðrum hlaupadegi en tímanum hefur verið stolið af mér. Mér hefur samt tekist að halda fast í sundið á föstudögum með mömmu og Eddu.
2. maí... 450m skrið + 350 bak = 800 m
5. maí... Hjóluðum við Vala ,,Kaldárselshring"... upp Kaldárselsveginn en Dalaleið og framhjá Fremsta Höfða að Hvaleyrarvatni og Vellina til baka. samtals 17,6 km. Ég vildi hjóla af því að ég fékk þvagsýrugigt í lið stóru táar á vinstra fæti fyrir nokkru og hún var enn bólgin.
7. maí... hjólaði ég 21 km
8. maí... hljóp upp Krísuvíkurveginn í rigningunni... var ein, 12,5 km.
9. maí... 500m skrið + 300m bak
10. maí... hjólaði í Kaldársel og gekk á Helgafellið. hjól 18,8 km + 5 km ganga.
12. maí... Vala var veik... svo ég hljóp upp Krísuvíkurveginn 12,5 km
16. maí... 500m skrið + 300m bak
17. maí... Berghildur og Edda hittu mig við Kaldársel kl 11 og við gengum saman á Helgafell. Hjól 19,2 km o-+ 5 km ganga.
19. maí... Ég sveik Völu, hljóp ein fyrr um daginn, hljóp upp í kirkjugarð, upp Kaldárselsveg og beygði hjá Hvaleyrarvatni og fór Vellina heim. Þetta voru 11 km.
Síðan hitti ég Völu heima hjá henni og við hjóluðum upp í Kaldársel og gengum á Helgafellið í æðislegu veðri. Hjól 19,7 km + 5 km ganga.
23. maí... 800m skrið + 50m bak... við lentum á 25m brautum og áttum í mestu vandræðum með að telja ferðirnar... en það hafðist...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.