Ég hvíldi fyrstu vikuna eftir Little Rock Maraþonið 2.mars... ég var sökuð um að hafa pakkað ísregninu niður og komið með það frá Ameríku... þetta er meira leiðinda veðrið sem hefur verið undanfarið.
7.mars... syndi 450m skrið og 50 bak
10.mars... Vala var veik og veðrið ógeð... svo ég fór í sundlaugina í Garðabæ... en þar er líkamsræktarstöðin innifalin í sundlaugaraðganginum. Ég hljóp í 40 mín, var 10 mín á skautum, 10 mín á hjóli, 5 mín í tröppustigi og synti síðan 200 m skrið.
12.mars... hlupum við Vala svo saman Hrafnistuhringinn okkar kæra í rigningu en við tókum varla eftir því.
14.mars... föstudagur til sundlaugar... 500 m skrið.
17.mars... Hrafnistan með Völu... það var skítkalt - HVENÆR KEMUR ÞETTA VOR ?
21.mars... vaknaði með hand-ónýta öxl... veit ekki hvað gerðist ... mætti samt sem áður í sundlaugina og synti 500 m baksund í staðinn fyrir skriðsund.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.