Ég man svo greinilega þegar ég hljóp Little Rock 2008...
Verðlaunapeningurinn var lengi vel sá stærsti sem ég hef fengið... það voru brekkur og einn maður (27 ára) dó í markinu... (ég vonaði að leiðin væri breytt en ég sá "góðar brekkur" á hæðarkortinu)
Síðast flugum við ekki hingað heldur keyrðum frá New Orleans LA sem ég hljóp þá vikuna áður.
Það sem stendur efst í minni er Clinton-safnið... þar var nokkuð ítarlega sagt frá Íslandsferð hans EN mér fannst vanta mynd af honum að borða pylsuna á Pylsubarnum.
Nú er ég ein á ferð - bara skot-túr - eitt maraþon og heim aftur.
Ég fór snemma út í morgun, fór í nokkrar búðir, sótti gögnin fyrir maraþonið og valdi mér bílastæði til að miða út í nágrenninu... Borðaði á Golden Corral og snéri aftur á hótelið... Ég þarf að taka daginn snemma á morgun
Flokkur: Íþróttir | 1.3.2014 | 23:23 (breytt kl. 23:36) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.