Kvef og aumingjaskapur vonandi að baki :)

Undanfarnar tæpar þrjár vikur hef ég verið að ná mér í hnénu eða síðan ég datt 29.jan... ná mér í bakinu og reyna að ná úr mér kvefinu... eitt hefur tekið við af öðru.

10.febr... ákvað ég að prófa hnéð, keypti mér kort í sundlaug Garðabæjar með aðgangi að ræktinni og mætti þar eftir ferð til kírópraktorsins. Það gekk bara vel, ég hljóp í 20 mín á hlaupabrettinu, hjólaði í 10 mín, var 5 mín í skíðavélinni, teygði og synti síðan 200 metra skriðsund. Þetta lofaði góðu Smile

13.febr... ákvað að taka prufuhring úti... og fannst tilvalið að fara kringum Ástjörnina... BIRR... kolvitlaust val... þegar ég kom út af malbikaða göngustígnum var "malarstígurinn" einn klakabunki... eftir að hafa skreiðst meðfram honum og vonast sífellt eftir betra, þá snéri ég við. Ég nánast skreið út á göngustíginn aftur, DATT einu sinni á leiðinni, án meiðsla... ég snéri heim og ætlaði að teygja við vegginn... Um leið og ég lagði hendurnar á vegginn fann ég að ég gat ekki sleppt honum aftur... BAKIÐ VAR FARIÐ... með herkjum komst ég inn... hvernig gat þetta skéð Blush ég var ekki að gera neitt !!!  4-5 km þann daginn.

14.febr... mætti hjá kíró og labbaði fín út... hitti Eddu í Ásvallalaug og við syntum, ég tók 300 m skrið.

19.febr... ég hafði fengið Völu til að skipta um dag, en svo var veðrið orðið brjálað seinnipartinn. Við æfðum þess vegna inni í Sjúkraþjálfaranum. Við byrjuðum á hlaupabrettinu í 45 mín og tókum síðan 3 hringi í tækjunum. Þetta var hreinasta snilld, ég fann hvorki til í hnénu eða bakinu Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband