Center of The Nation #3 WY 18.9.2013

http://mainlymarathons.com/center_series 

Center of The Nation WY #3   18.9.2013

Mér fannst ég sofa lítið betur í nótt en síðustu nótt... var amk alltaf að hrökkva upp, við þrumur og eldingar, beljandi regn, umferð úti eða á ganginum inni. Klukkan var stillt á 4:10 og við vorum komin á sjá áður.

Það átti að vera erfiðast að finna þetta start svo Lúlli fékk hnitin sett inn í Garmin. Ég var svo þreytt og líka með blöðru á hælnum, svo ég ákvað fyrirfram að ganga allt maraþonið.

Center of The Nation WY #3   18.9.2013

Við keyrðum yfir í Wyoming og þar var hlaupið eftir malavegi... 12 leggir eins og áður. Fyrstu 2 leggirnir voru farnir í frekar köldu veðri, síðan fór hitinn upp í 30°c, næstsíðasta legginn hrönnuðust upp ský og komu nokkrir dropar og síðasta legginn var svo mikið skýfall, kalt og hart að ég hélt fyrst að þetta væri hagl. Á augabragði varð ég holdvot og skítkalt frá toppi til táar. 

Þegar ég kom í markið var ég gjörsamlega búin að fá nóg. Síðustu leggina hafði ég ekki haft lyst á neinu sem var í boði á drykkjarstöðinni - auðvitað gengur það ekki. Svo var ég alveg búin að gleyma að það er allt annað að vera í svona mikilli lofthæð 3 maraþon í röð.

Þetta maraþon var þriðja í röðinni af 5 í Center of The Nation seríunni og ég er skráð í öll en ég ætla að hvíla á morgun, ss sleppa MT í þetta sinn og taka það með ID seinna. 

Tíminn var skelfing, nærri 9 tímar og Garmin mældi þetta 42,8 km.
Þetta maraþon er nr 164 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband