Við fórum snemma að sofa enda þreytt eftir langar keyrslur. Klukkan var stillt á 4:00. Við borðuðum og dunduðum okkur hin rólegustu því ég hélt að startið væri "rétt hjá" golfvellinum...
Þess vegna lögðum við alltof seint af stað. Þegar enginn var þar og Lúlli var sannfærður um að við ættum ekki að keyra suður eftir þessum ófærum - þá snérum við við og náðum í leiðbeiningarnar.
Mikið rétt - það var 21 míla á startið - en það er auðvitað "rétt hjá" í Ameríku. Ég var viss um að ég myndi missa af startinu, enda orðin allt of sein - en hópurinn var að fara af stað þegar við lögðum bílnum.
Leggurinn sem við áttum að hlaupa var rúm míla að lengd, rúmar 2 fram og til baka - 12 ferðir. Í hvert sinn sem ég kom á startið fékk ég teygju um úlnliðinn.
Tímataka var ónákvæm - engar mottur.
Vegurinn var frekar grófur með einni frekar langri brekku og ég bjóst við að verða leið en það var ekki því við vorum svo mörg að enginn var einn á ferð.
Það var skítkalt í upphafi og vindur - loksins var ég ekki of mikið klædd... en síðan hitnaði, held að hitinn hafi farið í 30°c en með sólinni hvessti enn meira svo hitinn fannst varla.
Ég er sátt við minn tíma sem Garmin mældi slétta 6 tíma og vegalengdina 42,8 km
Þetta maraþon er nr 162
Eftir maraþonið keyrðum við 120 mílur suður til Belle Fourche SD, þar sem hlaup nr 2 verður kl 6:30 í fyrramálið.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 16.9.2013 | 23:06 (breytt kl. 23:16) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.