Á leið til Denver CO

4.sept hljóp ég 12 km í ágætis veðri. Hljóp frekar seint að deginum, var ein og eitthvað svo þreytt. Ætlaði að hlaupa þrisvar þessa viku en það varð ekki af því, ég fór í Vatnaskóg á fimmtudeginum með fermingarbörnum sóknarinnar og kom heim um 3 á laugardag. Veðrið var síðan að smá versna þar til það var geðveik rigning og hífandi rok.

9.sept hlupum við Vala Hrafnistuhringinn okkar í ágætis veðri. Það er að koma haust... eða er ekki búið að vera haust í nokkra mánuði ;)

11.sept hljóp ég 6 km upp Krísuvíkurveginn og til baka, samtals 12 km. Það var rok og rigning... maður verður eiginlega að taka það fram ef það er gott veður - þá er það nefnilega undantekning. 

Á morgun fljúgum við til Denver og keyrum til WY... spennandi tími framundan :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband