Er sumarið á leiðinni ?

Það hefur verið í nógu að snúast, en þetta blessaða "sumar" ætlar að hlaupa mjög hratt framhjá, maður verður sennilega að reikna það út í haust hvenær það kom !!!

Síðast bloggaði ég að ég hafi hlaupið í slagveðurs-haust-veðri... 

6.júlí... hljóp ég up Krísuvíkurveginn, 12,6 km... hann hékk þurr en rokið gleymdi ekki að mæta.

9.júlí... hljóp ég upp að Hvaleyrarvatni, göngustíginn meðfram vatninu, einhverja fleiri stíga og fór Kaldárselsveginn til baka, stytti mér leið yfir Áslandið þar sem ég fékk nóg af bröttum brekkum og síðan "down-hill" heim sem gerði 13,2 km. Á þessari leið náði ég 3 spjöldum í ratleiknum.

Í dag leit út fyrir að sumarið væri að koma - vona að það sé ekki plat. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband