Síðasta laugardag skrapp ég aðeins út, hljóp upp Krísuvíkurveginn, planið var að prófa mig - ég hef aldrei farið 4 maraþon á 6 dögum áður... ég hef hvílt í viku og var merkilega góð. Það var hvasst og svo byrjaði að rigna - ég lét 9 km nægja enda nóg að gera við að undirbúa fyrir Dag sjóræningjans daginn eftir.
Á sjómannadaginn fékk ég tak í bakið þannig að ég afboðaði mig með Völu í gær, en hljóp prufuhring í dag. Hringurinn átti ekki að vera langur - bara rétt út fyrir dyrnar því það var ömurlegt veður, skaðræðisrok og rigning... konan endaði samt með því að fara gamla góða Hrafnistuhringinn...
Held ég verði góð þegar ég hleyp með Völu næsta fimmtudag ;)
Hrafnistuhringur 12,5 km
Flokkur: Íþróttir | 4.6.2013 | 19:17 (breytt kl. 19:18) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.