Shires of Vermont Marathon
Bennington, VT USA, 19.maí 2013
http://ShiresofVermontMarathon.com
Klukkan átti að vekja okkur 4:50 en við vorum vöknuð. Ég svaf ágætlega en alla nóttina var ég að fyllast af kvefi. Gott að vera nálægt startinu og þurfa ekki að vera 40 mín í amerískum strætó til að komast á startið.
Við fórum um kl 6:20 á startið, því það var áætluð Maniac-og 50 Staters-myndataka kl 6:35. Auðvitað voru flestir af þeim sem völdu fyrra-start annað hvort Maniacs eða 50 Staters.
Það var ræst kl 7, veðrið vel hlýtt og rakt, spáð rigningu upp úr hádegi... hlaupaleiðin var mjög falleg, snyrtilegir garðar og hús við sveitavegi sem enginn á leið um nema þeir sem eiga heima þarna. Þess vegna var leiðin mjög einmannaleg.
Ég hengdi mig á hjón sem hlupu eftir Gallaway, 1 mín hlaup - 1 mín ganga. Ég hef 3 maraþon framundan næstu daga svo það þýðir ekkert að æsa sig. Þetta gekk mjög vel eða þar til löngu brekkurnar byrjuðu í kringum 10 mílu, þá týndi ég þeim.
Tvisvar á leiðinni var langur hluti leiðarinnar á möl og rigningarúði en mér tókst að klára áður en demban byrjaði. Ég komst heilu og höldnu í mark, fékk mér að borða og kaffi og tók strætó til baka þar sem Bíðari nr 1 beið samviskusamlega eftir mér :D
Garmin mældi leiðina 26,68 mílur og tímann 6:03:59
Þetta maraþon sem er nr 157 var hlaupið til heiðurs Matthíasi ömmukrútti sem er 4 ára í dag :)
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 19.5.2013 | 20:08 (breytt kl. 21:06) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.