Það var ekki mikið að gera í listasafninu í Bennington þar sem gögnin voru afhent. Þar voru nokkrir fallegir elgir - reyndar eru elgir út um allan bæ.
Ég fékk poka með ýmsum tilboðsrenningum og prufum og síðan númerið mitt 393.
Það er alveg hætt að vera með flögur, nú er nemi aftan á númerunum sem er mikið þægilegra.
Við fengum okkur að borða. Nú skal slappa af fram að hlaupi.
Það eru 2 mílur héðan á startið en hlaupið endar síðan í einhverjum bæ maraþoni fyrir norðan.
Ég hef ákveðið að taka EARLY START kl 7 eins og margir aðrir Maniac-ar og 50-States hlauparar... myndataka verður kl 6:35 en ég held það sé nóg að vakna kl 4:45
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 18.5.2013 | 21:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.