Ég var í búðarrápi frá kl 8 í morgun. Expoið var opið í mest allan dag en ég vildi ekki fara of snemma, Maniac-fundurinn byrjaði kl 4.
Var komin á staðinn kl. 2:15 og borgaði í bílastæði í 4 tíma. Þetta dróst allt fram úr hófi, fundurinn átti að byrja kl 4 en kl 5:30 var hann ekki byrjaður.
Í tengslum við þetta maraþon er haldið upp á 10 ára afmæli Marathon Maniacs.
Til að nota tímann voru dyra-vinningarnir gefnir fram í anddyri og ég held að allir hafi fengið vinning.
Maniac-inn sem tekur útvarpsviðtölin á hlaupum var í bol með nöfnum einhverra Maniac-a og mitt var á besta stað :)
Ég fór þegar bílastæðið var að renna út og brunaði heim á hótel. Tók saman hlaupagallann og stillti klukkuna á kl 3.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 5.5.2013 | 03:13 (breytt kl. 03:22) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.