Gettysburg North-South Marathon 28.4.2013

2L Coaching Services Gettysburg North-South Marathon, Gettysburg, PA USA
http://www.gettysburgnorthsouthmarathon.com

28.apríl 2013

Gettysburg PA Marathon 28.4.2013
Keyrði hingað frá Delaware í gær og nennti ekki að sækja gögnin eða tékka á starti og marki í gær. Setti það bara í Garmin og sá að allt var innan 1 mílu radíus.
Klukkan var stillt á 3:40, eins gott að fara enga vitleysu núna og missa ekki af bílastæði við markið. Þegar ég skráði mig þurfti ég að velja hvort ég héldi með norðri eða suðri og ég valdi norður. 
Ég hafði vaknað mjög tímanlega, enda þurfti ég að bera mig út, tékka mig af hótelinu, borða og græja mig.

Ég var tilbúin og fór út um kl 6. Gögnin áttu að vera nálægt starti og marki en manni skildist að það væri eitthvað lítið um bílastæði þarna. Þarna hittust margir maniacar sem hlupu í DE í gær - aðalspurningin var ,,Hvað fórstu oft á hausinn í gær"

Ég hafði ekkert spáð í leiðina en það höfðu hinir gert því þetta var víst ný leið. LANGIR og LEIÐINLEGIR margra mílna langir sveitavegir með ROLLING HILLS. Ekki gott eftir erfitt trail-maraþon.
Gettysburg PA Marathon 28.4.2013

Ég kom mér fljótlega upp kerfi - ganga upp, skokka niður... ég var merkilega góð í upphafi en síðan þreyttist ég fljótt og beið bara eftir að klára þetta blessaða maraþon. Ég hljóp fram á tvær stelpur sem voru farnar að ganga og skokka til skiptis og þær buðu mér með...

Við bættum síðan öllum í hópinn sem við hlupum fram á, sumir voru orðnir mjög sárir eins og ég. Við kláruðum samt saman... Í markinu fengum við að vita að "norður" hafði verið dregið út og allir sem völdu það fengu áletrað glas.

Gettysburg Maraþonið mældist  26,5 mílur eða 42,6 km og tíminn 6:43:58
Þetta maraþon er nr 155 og eitt af þessum sem er nóg að fara ,,ONCE IN A LIFETIME" 

Strax eftir hlaupið keyrði ég til Mount Laurel í New Jersey :) 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband