Maraþonið sem ég ætlaði ALDREI að hlaupa - það hljóp ég í dag. Ég man þegar ég var að leita að maraþoni í Delaware sem síðasta fylkinu - þá féllust mér hendur þegar ég las lýsinguna á þessu utanvega-hlaupi. Ég hafði greinilega gleymt því... Nú hef ég komist að því að hvert orð var satt.
Það var ekkert expo, númerið bara afhent við startið.
Ég hafði tékkað á staðsetningunni daginn áður... ekki gott að fara á rangan stað og missa af hlaupinu fyrir það. Ég fór snemma að sofa og svaf ágætlega.
Klukkan var stillt á 5, græjaði mig og var búin að tékka mig út af hótelinu kl. 6:15.
Maniacar voru búnir að ákveða tíma fyrir grúppumynd. Það var hægt að velja um hálft, heilt, 10 km eða 5 km.
Hlaupið var ræst kl 7:40...
Þeir sem fóru heilt fóru tvo geðveikis-hringi. Hlaupið var eftir troðningum sem voru stórhættulegir þegar maður fór að þreytast. Rætur trjánna og grjótnibbur stóðu upp úr götunni.
Ég fór á hausinn í fyrri hringnum, meiddi mig sem betur fer ekki.
Við héldum hópinn mörg í fyrri hring, því oft var aðeins hægt að vera í einfaldri röð. Leiðin var rosalega erfið, ekkert nema brattar brekkur upp og niður og 4 sinnum á leiðinni þurfti að vaða á í hné. Skórnin voru ekki fyrr orðnir þurrir en maður þurfti að vaða aftur. Sumstaðar þurfti að klofa yfir fallna trjádrumba. Maður minn hvað ég átti fullt í fangi með að fylgjast með því að villast ekki í öðrum hring (Á leiðinni út voru rauðar merkingar en til baka bláar.) þegar ég var orðin ein en síðustu 5 km vorum við tvær saman.
Þetta maraþon er nr 154
Maraþonið mældist 27,3 mílur eða 43.5 km á mínu Garmin og tíminn 7:33:08
NEVER AGAIN
Eftir hlaupið keyrði ég beint til Gettisburg PA - annað maraþon á morgun :)
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 28.4.2013 | 00:01 (breytt 29.4.2013 kl. 02:09) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.