Það er alltaf að lengjast á milli færslna. Ég hef verið uppfull af kvefi síðustu viku - ég sem fæ varla kvef en þetta kvef hefur skapað þyngsli í öndun.
Þar sem það hefur verið mikið að gera hjá mér hefur bloggið orðið útundan... ég sem nota þetta sem hálfgerða dagbók.
21. febr. í roki og rigningu suður fyrir Straumsvík, náði þar 7 km og var fegnust að komast inn í hlýjuna heima, þegar ég kom til baka.
23.febr. fór ég hring um Ástjörnina og Vallarhverfið í roki og rigningu... fór aðeins 7 km... var að prófa hvort ég væri að lagast - en nei, ég var ekki að lagast.
25.febr. fór ég Hrafnistuhringinn með Völu í roki og rigningu... í alvöru það þarf að skipta um veður ;) og það gekk ágætlega.
28.febr. tók ég þríþraut á þetta, hjólaði, skokkaði og gekk samtals 18,3 km... það var rok og rigning eina ferðina enn... og ég enn með hóstann í hálsinum... og held kvefið hafi fest sig betur, eftir kuldann og bleytuna - það verður að fara að skipta um veðurlag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.