Update fyrir síðustu viku

Það var extra mikið að gera hjá mér síðustu viku... ég hljóp bara tvisvar og gleymdi að blogga um það.

Á mánudaginn hittumst við Vala og hlupum Hrafnistuhringinn í ágætis veðri en mikilli hálku. Sannkallað brodda-færi. Sá hringur var og er alltaf jafn langur eða 12,5 km.

Það var síðan ekki fyrr en á laugardag sem ég komst út í hitt skiptið... þá hljóp ég á móti roki og rigningu upp Krísuvíkurveginn upp að Bláfjallaafleggjara... og þá leiðina er allt upp í móti svo það var mikill léttir að snúa við og fá vind og regn í bakið og hlaupa niður á við... Þessi leið mældist 11,7 km.

Næst er það á mánudaginn :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband