Móð og másandi

Veðrið var stillt og ekki of kalt svo ég ákvað að athuga hvernig ég væri stemmd. Röddin er að koma aftur en bara rétt svo, verð að passa mig hvernig ég beiti henni.

Það þýðir samt ekki að hanga heima og bíða... ég ákvað að taka smá anda-í-gegnum-nefið-hring. Það virkaði vel svona hálfa leiðina. Hringurinn var í kringum Ástjörnina og inn í hverfið fyrir ofan okkur. Ekkert til að tala um, hefði þurft að vera lengra en þegar maður reynir að vera skynsamur verður maður kannski ofur-skynsamur. Það góða er að ég fór út og gat neglt tvær flugur í einu höggi - því ég var að skipuleggja ratleik í huganum ;)

6,2 km í dag... lítið... en meira en ekkert ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband