End of the World Marathon & Half Marathon
Humble, TX USA 21.des. 2012
http://www.50statesmarathonclub.com/endworld.html
Þetta er stresslausasta maraþon sem ég hef tekið þátt í. Klukkan hringdi kl 5 en við erum bara 3 mílur frá starti og marki. Eftir að hafa snúist í hringi við þetta venjulega þá keyrðum við af stað rétt fyrir kl 7...
Þetta maraþon tók aðeins 1000 þátttakendur samtals í heilu og hálfu. Fyrir hlaupið var sameiginleg myndataka Marathon Maniacs og 50 State Marathon Club.
Hitinn var rétt yfir frostmark í byrjun en það hitnaði fljótt og var um 15°c.
Ég þorði ekki annað en að hlaupa í síðum buxum, ef ég skyldi detta og rífa upp sárin á fætinum og svo var ég í flíspeysu fyrsta hringinn af fjórum.
Brautin var ójöfn, leyndar kanínuholur, rætur og sig í jarðvegi fyrir utan drullupytti og ,,kviksyndi" og endalausar krókaleiðir í hverjum hring.
Á hverri drykkjarstöð var fólk á snakki enda sagði í lýsingu fyrir hlaupið - There´s no need to hurry to the end of the world... hehe.. ég fékk líka nóg af samræðum á leiðinni og margir sem heilsuðu mér og sögðu mér í hvaða maraþonum við höfðum hist. Enginn var í stressi og nóg tekið af myndum :D
Maraþonið mældist alltof langt - enda miðað við Maya-mílur ;) hehe... en medalían er sú glæsilegasta sem ég hef fengið - og á ég safn af hrikalega flottum verðlaunapeningum.
Þetta er 150. maraþonið mitt
Garmin mældi vegalengdina 27,91 (Maya)-mílur og tímann 6:46:49
Tóm snilld :D
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 21.12.2012 | 23:06 (breytt 22.12.2012 kl. 02:01) | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt úrslitum Maraþonsíðunnar er flögutíminn:6:46:48
End of the World Marathon
12/21/12 SVANARSDOTTIR, BRYNDIS (F56) 6:47:00 234 82 6:46:48
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 4.1.2013 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.