Las Vegas Marathon 2.des.2012

Zappos.com Las Vegas Marathon & Half Marathon
Las Vegas, NV USA
 2. Dec. 2012
/runrocknroll.competitor.com/las-vegas

Las Vegas 1.12.2012

Maraþonið byrjaði kl 3 eh... Nú þurfti ekki að vakna um miðja nótt. Við erum enn á vitlausum tíma hér og svo svaf ég ekkert svo vel, þannig að við vorum orðin dauðþreytt áður en maraþonið var ræst. 

Maniac-myndatakan var við Welcome sign Las Vegas kl 11:30 

Las Vegas 1.12.2012 318

Ég hafði ekki tekið eftir því fyrr en eftir að ég skráði mig að tímatakmörkin voru 4:30 - frá síðustu yfir ráslínu... sem er ekki nálægt mínum tímum undanfarið. það var ekkert annað að gera en að hafa plan B ef ég þyrfti að taka skerðingu/styttingu. 

Hlaupið var ræst á réttum tíma og ég svindlaði mér í hólf nr. 2 til að bæta við tímann sem ég hefði til umráða. Plan B var að bæta þeim mílum sem vantaði við eftir að ég væri komin í mark - til að maraþonið væri fullgilt.

Las Vegas 1.12.2012

Við fórum af stað í björtu en 4:15 er komið myrkur í Vegas. Lýsingin var góð í miðbænum en annarsstaðar voru einstaka kastarar til að sýna misfellur í götunum. Mér gekk nokkuð vel til að byrja með en síðan gerði æfingaleysið vart við sig... og ég fór að ganga aðeins á milli...  

Hinni auglýstu leið hafði verið breytt, það var kynnt í expo-inu og ég sá hvernig þeir styttu leiðina með því að loka fyrir einstaka botnlanga á ákveðnum tímapunktum. Ég lenti í einni þannig styttingu í bakaleiðinni, 3 mílur voru skornar af leiðinni... sem ég bætti upp eftir að ég kom í mark.

Las V 2.12.2012

Lúlli áttaði sig ekki á því að ég gæti komið í mark undir 5 tímum og við fórum þess vegna á mis... Á meðan ég bætti mér upp mínar mílur, gekk hann óvart í öfuga átt að bílastæðinu, þar sem við ætluðum að hittast ef við sæjum ekki hvort annað við markið eða þar sem maður gengur út af mark-svæðinu og hann endaði með að ganga um 10 mílur samtals um daginn og ætti nú að fá pening fyrir það Wink

Garmin mældi leiðina 22,9 mílur og tímann 4:47:04
og ég bætti við 3,3 mílum og tímanum 44:23.... samt. 5:31:27

Las Vegas var 5. Rock´N´Roll maraþonið mitt á þessu ári og ég fékk sérstakan verðlaunapening fyrir það... Now I´m a Rock-Star Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband