Eins og hundur af sundi...

Ég hef ekkert skrifað síðan ég hljóp Haust-maraþonið... En ég hljóp 13 km með Völu mánudaginn 29 okt... frekar hratt hlaup en gott... síðan hætti ég mér út í brjáluðu veðri 1.nóv... ég vissi að það væri sama í hvaða átt ég myndi hlaupa - ég myndi fjúka aðra leiðina og berjast móti vindinum hina leiðina... en þann daginn tók ég fram nýja skó - tilbúin að fara aðeins styttra í tilkeyrslunni (9 km).

Í dag hljóp ég upp Krísuvíkurveginn, upp að "mottu" sem er ákveðinn staður hjá mér... Það var slagveðurs-rigning og nokkur vindur en hann var á hlið báðar leiðir. Ég hefði ekki getað verið blautari þó ég hefði dottið í sjóinn þegar ég kom heim...

En 14 km í dag - bara gott Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband