Ég skráði mig á fimmtudaginn, fékk leyfi til að fara fyrr af stað eins og svo oft áður. Fór því snemma að sofa í gær... en get ekki sagt hvenær ég loksins sofnaði.
Klukkan var stillt á 3:45 og þá sveiflaði maður sér framúr... Eftir frekar stuttan undirbúning var rokið út í bíl og ég hljóp af stað um kl 5... Það var svarta myrkur og hálka á göngustígum eftir kvöldrigninguna.
Það var ekkert annað í boði en að láta sig hafa það - ég er á landinu ;)
Á meðan að myrkrið var, fann ég minna fyrir hálkunni... en ég þarf nú að rannsaka hvaða bæjarfélag ætti að lýsa upp göngustíginn á Ægissíðunni... Hvílíkt myrkur, ég reyndi eins og ég gat að sjá göngustíginn en sá ekki einu sinni fæturna á mér... og óttinn við að detta gerði mig stjarfa... eftir að sólin kom upp og margar -næstum-því-byltur- varð ég að færa mig út fyrir göngustíginn.
Ég þakkaði Guði vel og lengi að komast heil í mark.
Þetta maraþon er nr 148
Garmin mældi vegalengdina 42,59 km og tímann 5:37:51
Það var óvænt ánægja að fá bikar en það er örugglega bara af því að þær eru allar í útlöndum
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: MARAÞON | 20.10.2012 | 14:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.