Kalt í dag...

Ég gleymdi að skrifa um okkur Völu á mánudaginn, en þá hitti ég hana eins og dagskráin kveður á um... það var frábært veður þá og við nutum okkar, höfðum ekki hist í 2 vikur... það koma nefnilega göt í mánudagana okkar þegar ég er einhversstaðar úti að hlaupa. Við fórum Hrafnistuhringinn okkar.

Í dag hljóp ég ein upp Krísuvíkurveginn, rétt upp fyrir Bláfjallaafleggjarann... Maður minn það var kalt úti... vindurinn var í bakið upp eftir en í fangið á leiðinni til baka.

Náði að fara 11,8 km í dag :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband